Munu ekki sýna ræðu Obama

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP

Þrjár af stærstu sjónvarpsstöðvum Bandaríkjanna, ABC, NBC OG CBS munu ekki sýna ræðu Barack Obama, Bandaríkjaforseta um innflytjendamál sem flutt verður í dag. Hvíta Hússins segja það vera vonbrigði.

„CBS News mun ekki sýna ræðuna í  kvöld,“ sagði talskona stöðvarinnar í samtali við AFP. NBC sagði jafnframt að stöðin myndi aðeins sýna ræðuna á fréttastöð sinni MSNBC.

Sjónvarpsstöðin ABC staðfesti einnig að stöðin myndi ekki sýna ræðuna í sjónvarpinu en hún yrði þó sýnd á stafrænum miðlum stöðvarinnar. 

Samkvæmt frétt AFP vonaðist Hvíta Húsið eftir því að ræðan myndi fá mikla athygli og ná til sem flestra. Í ræðunni mun Obama fara  yfir áætlanir sínar til þess að hlífa ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum frá því að vera sendir úr landi. 

Tvær spænskumælandi sjónvarpsstöðvar, Univision og Telemundo, munu sýna ræðuna í beinni ásamt CNN, MSNBC, PBS og Fox News. 

bd-jca/jm/sst

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert