Féll niður átta hæðir

Gluggaþvottamenn að störfum í London.
Gluggaþvottamenn að störfum í London. AFP

Maður særðist alvarlega eftir að hann féll niður á bíl af áttundu hæð byggingar í San Francisco í dag. CBS News segir frá þessu í dag.

Lítið er vitað um málið en maðurinn var mögulega við gluggaþvott þegar hann féll á bílinn, sem var á ferð. Maðurinn er alvarlega slasaður á sjúkrahúsi en ökumaður bifreiðarinnar ómeiddur. 

Lögreglusjórinn Danielle Newman sagði í dag að vegfarendur á jörðu niðri hafi verið heppnir að vera ekki undir manninum. Sagði hún að maðurinn hafi verið heppinn að lenda á bílnum og að það hafi mögulega bjargað lífi hans. Sagði hún jafnframt að maðurinn hafi verið með meðvitund þegar að lögreglu bar að garði.

Í síðustu viku lentu tveir gluggaþvottamenn við One World Trade Center í vandræðum er vinnupallur þeirra féll á hliðina. Þeim var bjargað eftir að hafa hangið á bláþræði í tvo tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert