Fordæma lög gegn samkynhneigð

Forseti Gambíu á þingi Sameinuðu þjóðanna í haust.
Forseti Gambíu á þingi Sameinuðu þjóðanna í haust. AFP

Mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch hafa nú kallað eftir því að forseti Gambíu, Yahya Jammeh, ógildi ný lög sem gerir samkynhneigð að glæp.

Jammeh skrifaði undir lögin 9. október.

„Þessi nýju lög setja samþykk og persónulega kynferðislega virkni milli fullorðins fólks af sama kyni, sem ætti ekki að vera glæpur, í sama flokk og nauðgun og sifjaspjöll,“ sagði Steve Cockburn svæðisstjóri Amensty International í yfirlýsingu. 

„Þessi lög gætu leitt til þess að þeir sem taldir eru hommar eða lesbíur fari í fangelsi og ýtir aðeins undir fordóma gegn samfélagi hinsegin fólks í landinu.“

Forsetinn, sem náði völdum í valdaráni árið 1994 hefur oft fordæmt samkynhneigð og hefur einu sinni heitið því að allir samkynhneigðir ættu að vera hálshöggnir. Hann dró það þó til baka. 

Á þingi Sameinuðu þjóðanna í fyrra sagði hann að  þeir sem ýti undir samkynhneigð vilji enda tilvist mannsins á jörðinni. 

„Þetta er að verða faraldur og við múslímar og Afríkubúar verðum að berjast gegn þessari hegðun,“ sagði forsetinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert