Gassprenging í miðborg London

Að minnsta kosti 14 slösuðust í gassprengingu í Churchill Hyatt Regency-hótelinu í miðborg London í nótt.

Sprengingin átti sér stað í kjallara hótelsins. Um 500 gestir voru á hótelinu og voru þeir allir fluttir á brott. Talsmaður hótelsins segir að engir gestir hafi slasast í sprengingunni, en 12 starfsmenn hafi slasast.

Um 80 slökkviliðsmenn unnu á vettvangi við að tryggja öryggi gesta og byggingarinnar. Sprengingin var mjög kröftug og er byggingin mikið skemmd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert