Málverk eftir Hitler slegið á 20 milljónir

Mynd Hitlers af ráðhúsinu í Munchen.
Mynd Hitlers af ráðhúsinu í Munchen.

Aldargömul vatnslitamynd eftir Adolf Hitler var slegin á 130.000 evrur á uppboði sem fór fram í þýsku borginni Nürnberg í dag. Upphæðin jafngildir um 20 milljónum króna.

Talsmaður uppboðshússins Weidler segir að kaupandinn hafi ekki viljað láta nafn sitt koma fram.

Myndin er frá árinu 1914 og er af ráðhúsinu í München. Myndin var í eigu systra en afi þeirra keypti listaverkið árið 1916 þegar Hitler var á þrítugsaldri. Myndin er 28 cm á hæð og 22 cm á breidd. 

Hitler ætlaði sér að verða listamaður á yngri árum og sótti um inngöngu í Listaháskólann í Vínarborg í Austurríki. Skólinn hafnaði umsókninni en hann hélt hins vegar áfram að mála og líkti hann m.a. eftir myndum á póstkortum sem hann seldi síðan ferðamönnum. 

Sérfróðir segja að listaverk eftir Hitler hafi aðeins verið miðlungsgóð. Þá hafa stærri uppboðshús neitað að selja verk eftir Hitler sem varð síðar leiðtogi þýskra nasista og einn mesti ógnvaldur heimsbyggðarinnar.

Ljósmynd af Adolf Hitler sem var tekin á tímum fyrri …
Ljósmynd af Adolf Hitler sem var tekin á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar, sem stóð frá 1914-1918, en umrædd mynd var máluð árið 1914. mynd/Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert