Tóku 28 ferðamenn af lífi

Félagar úr hryðjuverkasamtökunum al-Shabab hafa staðið fyrir voðaverkum í Kenía …
Félagar úr hryðjuverkasamtökunum al-Shabab hafa staðið fyrir voðaverkum í Kenía undanfarin ár. DANIEL IRUNGU

A.m.k. 28 ferðamenn voru teknir af lífi í norðurhluta Kenía í morgun. Grunur leikur á að félagar í hryðjuverkasamtökunum al-Shabab hafi staðið fyrir morðunum.

Byssumennirnir stöðvuðu rútu sem ferðamennirnir voru í og tóku þá sem voru ekki múslimar til hliðar og myrtu þá. Rútan var á leið frá Nairobi, höfuðborg Kenía, til Mandera-héraðs, nærri landamærunum við Sómalíu.

Að sögn lögreglunnar í Mandera voru um 60 manns í rútunni. Hryðjuverkamennirnir skipuðu þeim sem ekki voru múslimar að fara aftur inn í rútuna. Þeir óku svo af stað með gíslana, en neyddust fljótlega til að stöðva hana. Í kjölfarið tóku þeir alla gíslana af lífi.

Al-Shabab-samtökin hafa staðið fyrir fjölda hryðjuverka í Kenía á síðustu þremur árum. Í september árið 2013 réðust samtökin inn í verslunarmiðstöð í Nairobi. 67 létust í árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert