60 Þjóðverjar hafa fallið í Írak

Fjöldi manna af Vesturlöndum hefur gengið til liðs við Ríki …
Fjöldi manna af Vesturlöndum hefur gengið til liðs við Ríki íslams og berjast í Sýrlandi og Írak. AHMAD AL-RUBAYE

Um 60 þýskir ríkisborgarar sem hafa barist með liðsmönnum íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi hafa fallið á síðustu misserum. Þetta segir Hans-George Maassen yfirmaður leyniþjónustu Þýskalands.

Maassen sagði að af þessum 60 hefðu níu framið sjálfsmorðsárásir. Hann sagði að þátttaka þessara manna í stríðinu væri dapurlegur vitnisburður um þann árangur sem Ríki íslams hefði náð í áróðursstríði sínu.

Talið er að um 550 Þjóðverjar hafi gengið til liðs við Ríki íslams. Um 180 hafi snúið aftur til Þýskalands.

Um miðjan október gengu í gildi nýjar reglur í Þýskalandi sem miða að því að koma í veg fyrir að þýskir ríkisborgarar gangi til liðs við hersveitir Ríkis íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert