Frakkar senda herþotur til Jórdaníu

Frakkar hafa aukið við fjölda herþota í Jórdaníu.
Frakkar hafa aukið við fjölda herþota í Jórdaníu. AFP

Sex herþotur verða sendar til Jórdaníu á næstu dögum til að taka þátt í loftárásum Frakka á hendur hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í Írak. Þetta sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, í dag.

Hann hefur leiðrétt fyrri ummæli um að vélarnar væru komnar til Amman, sem er höfuðborg Jórdaníu. Hann segir að þær séu væntanlegar á næstu dögum. Valls er staddur í Niamey, höfuðborg Níger, í dag, en hann sótti borgina heim til að sýna stuðning við baráttuna gegn hryðjuverkum í Sahel. 

Frakkar eru nú þegar með níu herþotur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. „Alla daga, alls staðar í heiminum, sýnir her okkar getu sína í þágu Frakklands,“ sagði Valls í ræðu sinni.

Varnarmálaráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hafði tilkynnt fyrirhugaða aðgerð; að senda sex Mirage 2000-Ds-herþotur til Jórdaníu á miðvikudag.

Frakk­land hóf loft­árás­ir sín­ar á Ríki íslams í Írak í september. Frakk­land var fyrsta þjóðin til að taka þátt í bar­áttu Banda­ríkj­anna gegn sam­tök­un­um með loft­árás­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert