Sleppt úr haldi eftir að hafa verið dæmd fyrir að horfa á blak

Ghoncheh Ghavam
Ghoncheh Ghavam Skjáskot úr myndbandi BBC

Ghoncheh Ghavam, 25 ára lögfræðingi sem búsett er í London, hefur verið sleppt úr fangelsi í Íran, en hún var dæmd í árs fangelsi fyrir að horfa á blakleik. Dómurinn hefur mætt mikilli gagnrýni og hafa hundruð þúsunda manna mótmælt honum.

Málið hefur vakið mikla athygli vegna tvöfalds ríkisfangs hennar og vegna þess hversu lengi hún var dæmd í fangelsi. Ghavami var handtekin 20. júní við Frelsisleikvanginn í Íran, þar sem íranska landsliðið átti að leika gegn því ítalska. Henni var sleppt fljótlega eftir að hún var handtekin, en handtekin aftur skömmu síðar.

Ghavam fór í hungurverkfall til að mótmæla dómnum. Stjórnvöld í Íran hafa sagt að hún hafi verið handtekin og dæmd í fangelsi fyrir að skipuleggja mótmæli í landinu en ekki fyrir að horfa á blak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert