Konur verða fleiri en karlar

Heræfing í Seoul í Suður-Kóreu.
Heræfing í Seoul í Suður-Kóreu. AFP

Tímamót verða á næsta ári er konur verða í fyrsta sinn fleiri en karlar í Suður-Kóreu. Skýringin felst í hækkandi aldri þjóðarinnar.

Samkvæmt tölum hagstofunnar þar í landi verða konur 25,31 milljón á næsta ári en karlar 25,3.

Fæðingartíðni hefur farið lækkandi í Suður-Kóreu og konur lifa lengur en karlar. 

Talið er að árið 2026 verði Suður-Kórea „ofur-aldrað samfélag“ er meira en 20% þjóðarinnar verða 65 ára eða eldri. Það mun hafa mikil efnahagsleg áhrif. Fólki á vinnumarkaði fer fækkandi og sjúkrahúskostnaður ríkisins eykst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert