Stálu blóði sýktu af ebólu

Starfsmaður Rauða Krossins í Gíneu.
Starfsmaður Rauða Krossins í Gíneu. mbl.is/AFP

„Þeir héldu án efa að þetta væri eitthvað annað,“ sagði Youssoud Traoré, starfsmaður Rauða Krossins, í samtali við Reuters um mennina sem stálu kæliboxi með blóðsýnum úr sjúklingum sem taldir eru vera með ebólu.

Fréttastofa AP greinir frá því að þjófarnir hafi stöðvað leigubíl sem innihélt níu farþega, þar á meðal starfsmanns Rauða Krossins, á sveitavegi í Gíneu og tekið farsíma, reiðufé, skartgripi og kæliboxið með af fólkinu.

Yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu í útvarpi þar sem þjófarnir voru hvattir til að skila sýnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert