Konan hélt þunguninni leyndri

Nokkrir hafa skilið eftir leikföng við holræsið þar sem drengurinn …
Nokkrir hafa skilið eftir leikföng við holræsið þar sem drengurinn fannst. AFP

Móðir sem grunuð er um að hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í holræsi í Sydney í Ástralíu var beðin um að nefna barnið. Konan, sem er þrjátíu ára, er sögð hafa valið nafn úr Biblíunni fyrir drenginn.

Móðirin hefur verið ákærð fyrir tilraun til manndráps. Hún er sögð hafa haldið þunguninni leyndri frá fjölskyldu sinni.

Drengurinn fannst á sunnudag eftir að feðgin sem hjóluðu framhjá holræsinu heyrðu hann gráta. Hann var þegar í stað fluttur á sjúkrahús með ofþornun og blæðingu á heila. Ástand barnsins er sagt alvarlegt en stöðugt.

Blaðið Telegraph greindi frá því að faðir barnsins hefði ekki vitað að fyrrverandi kærasta hans væri þunguð.

Heimsóttu drenginni á sjúkrahúsið

Ákærð fyrir tilraun til manndráps

Fundu ungbarn í holræsi

Hér lá drengurinn í fimm daga.
Hér lá drengurinn í fimm daga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert