Móðirin fór með nýfætt barnið í lest

Hér lá barnið í fimm daga og fékk því að …
Hér lá barnið í fimm daga og fékk því að öllum líkindum hvorki næringu né aðra umönnun. AFP

Drengurinn sem fannst í holræsi í Sydney  á sunnudaginn kom í heiminn snemma morguns þriðjudaginn 18. nóvember. Móðir hans hafði verið með hríðir í 30 klukkustundir og yfirgaf hún Blacktown sjúkrahúsið eftir hádegi sama dag.

Hún fór með nýburann í lest og í strætisvagn að Quakers Hill þar sem hún er talin hafa látið barnið falla um 2,5 metra niður í holræsi.

Fimm dögum síðar hjóla feðgin framhjá holræsinu og heyra þau hljóð sem reyndist bera barnsgrátur. Þau gátu ekki lyft steinsteyptu lokinu af holræsinu en það er um 200 kíló.

„Við erum sterk fjölskylda. Við tökum bara einn dag í einu,“ sagði ættingi konunnar í samtali við fjölmiðla. Nágrannar konunnar og fjölskyldu hennar tala vel um hana.

Konan hélt þunguninni leyndri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert