Svisslendingar fái ekki að éta jólaköttinn

Kettir. Sumir sjá þá sem vinaleg heimilisdýr. Aðrir sjá þá …
Kettir. Sumir sjá þá sem vinaleg heimilisdýr. Aðrir sjá þá sem gómsætan hátíðarmat á jólum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýraverndunarsamtök í Sviss hafa skorað á þarlend stjórnvöld að gera það ólöglegt að éta gæludýr á borð við hunda og ketti. Á sumum svæðum í landinu borðar fólk enn ketti á jólunum í hvítvíni og hvítlauk. Samtökin segja að hundruð þúsundir Svisslendinga borði enn hunda og ketti.

„Um þrjú prósent Svisslendinga borða ketti eða hunda á laun. Við sjáum þetta sérstaklega í Lucerne, Appenzell, Jura og í kantónunni Bern,“ segir Tomi Tomek, stofnandi og forseti dýraverndunarsamtakanna SOS Chats Noiraigue.

Hundakjöt er aðalleg notað í pylsur og í feitt smyrsli við gigt, að sögn Tomek. Kettir eru eldaðir á jólum á sama hátt og kanínur, í hvítvíni og hvítlauk, sérstaklega í kringum Bern og í Jura og Lucerne. Svisslendingar eru einnig einhverjir mestu neytendur hrossakjöts í heiminum.

„Við getum ekki gert neitt eins og stendur vegna þess að lögin banna fólki ekki að borða hundana sína eða ketti. Við getum ekki einu sinni sagt til fólks sem stundar þetta,“ segir Tomek. Samtök hennar afhentu þingmönnum áskorun sem 16.000 manns hafa skrifað undir um að gera gæludýraátið ólöglegt í landinu. Á meðal þeirra sem hafa skrifað undir skjalið er franska leikkonan Brigitte Bardot.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert