Grimmileg ógn við íbúana

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að skæruliðasamtökin Ríki íslams séu ein mesta ógn sem steðjað hefur að í Írak og Sýrlandi þar sem samtökin eru hvað áhrifamest.

Merkel sagði samtökin „eina grimmilegustu og mestu ógn við líf lífs á svæðinu sem hefur nokkru sinni sést.“

Merkel sagði að samtökin væru að safna liði og að þúsundir erlendra manna, frá mörgum vestrænum ríkjum, væru að bætast í hópinn. Þeir störfuðu m.a. í Evrópu.

Merkel ræddi málið á þýska þinginu. 

Talið er að um 550 þýskir ríkisborgarar hafi gengið til liðs við íslamistana og starfi með samtökunum í Írak og Sýrlandi. Um 60 eru taldir hafa látist í bardögum og sjálfsmorðsárásum og um 180 hafa snúið aftur heim.

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert