Hóf skotárás á dvalarheimili aldraðra

Wikipedia

Karlmaður lét lífið á dvalarheimili fyrir aldraða í borginni Hamm í vesturhluta Þýskalands í dag þegar einn íbúanna, 77 ára gamall karlmaður, dró fram skammbyssu og hóf að skjóta af handahófi eftir að hafa lent í rifrildi við konu sem býr á heimilinu.

Fram kemur í frétt AFP að maðurinn sem lét lífið hafi verið 72 ára. Þrír aðrir særðust í skotárásinni. Konan sem árásarmaðurinn reifst við særðist alvarlega. Þá særðist önnur 79 ára kona einnig og 55 ára starfsmaður. Árásarmaðurinn tók að því loknu eigið líf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert