Í fangelsi fyrir að mynda sjúklinga í laumi

Læknirinn kom myndavélunum fyrir á klósettum víðs vegar um Bretland.
Læknirinn kom myndavélunum fyrir á klósettum víðs vegar um Bretland. mbl.is

Læknir sem tók myndbönd af yfir þúsund sjúklingum sínum, samstarfsfélögum og gestum sjúkrahúsa í laumi hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir vörslu barnakláms. Hann játaði glæpinn.

Lam Hoe Yeoh, sem er heimsþekktur sérfræðingur í heyrnarfræðum, kom myndavélum fyrir á baðherbergjum á sjúkrahúsum og lestum víðs vegar um Bretland. 

Upp komst um glæp Yeoh þegar ein myndavélanna datt þaðan sem henni hafði verið komið fyrir á St Anthony's sjúkrahúsinu í suðurhluta London. Sást læknirinn þá koma myndavélinni fyrir í upphafi myndbandsins.

Maðurinn, sem er 62 ára gamall, myndaði fólk á öllum aldri, þar á meðal ung börn. Yngstu fórnarlömb mannsins voru þriggja ára gömul, en hann hafði undir höndum sér ýmsar óviðeigandi myndir af börnum. 

Þegar lögregla handtók manninn í apríl á þessu ári fundust upptökur frá janúar 2011 til apríl á þessu ári. 

Athæfið hefur haft mikil áhrif á mörg fórnarlamba Yeoh. „Þetta hefur gert það að verkum að ég er orðin áhyggjufull hvað varðar umhverfi mitt,“ sagði eitt fórnarlamba hans.

Myndband þar sem Yeoh sést koma einni myndavélanna fyrir hefur verið birt af Daily Mail og má sjá það hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert