Mótmælin teygja sig til London

Þúsundir manna mótmæltu í London höfuðborg Bretlands í dag í samúðarskyni við mótmælin sem farið hafa fram í Bandaríkjunum að undanförnu í kjölfar þess að lögreglumaður skaut ungan blökkumann, Michael Brown, til bana í bænum Ferguson í Missouri-ríki samkvæmt frétt AFP.

Mikil reiði braust út í Bandaríkjunum í kjölfar þess að kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu fyrr í vikunni að ekki væri ástæða til þess að ákæra lögreglumanninn. Fram kemur í fréttinni að um 5 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum í London.

Ættingjar þeldökkra manna sem skotnir hafa verið af lögreglu í Bretlandi ávörpuðu mótmælafund fyrir utan bandaríska sendiráðið í London þar sem þeir sendu ættingjum Browns kveðjur með þeim skilaboðum að þeir þekktu þann sársauka sem þeir þyrftu að þola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert