NATO áhyggjufullt yfir hersöfnun Rússa á Krímskaga

Breedlove hershöfðingi.
Breedlove hershöfðingi. AFP

Yfirmaður herafla NATO lýsti í dag yfir áhyggjum yfir uppbyggingu rússnesks herliðs á Krímskaga. Hann óttast að Rússar muni nota þennan herafla til að ná yfirráðum yfir öllu svæðinu kringum Svarta hafið.

„Sú vígvæðing sem á sér stað á Krímskaga þessa stundina mun hafa áhrif á nánast allt svæðið í kringum Svarta hafið, sagði hershöfðinginn Philip Breedlove á blaðamannafundi í Kænugarði í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert