Beittu ungar stúlkur kynferðislegu ofbeldi

AFP

Þrettán karlmenn af sómalískum uppruna hafa verið sakfelldir í borginni Bristol í Bretlandi fyrir þátttöku í glæpahópum sem beittu unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi. Fram kemur í frétt AFP að þetta sé enn eitt málið af þessum toga sem komi upp í landinu.

Samkvæmt fréttinni voru yngstu fórnarlömbin 13 ára gamlar stúlkur. Þær voru látnar ganga á milli manna sem beittu þær kynferðislegu ofbeldi gegn greiðslum. Nokkrar þeirra voru ginntar með því að telja þeim trú um að ástarsamband væri í spilinu. Mennirnir fengu stúlkurnar til þess að stunda kynlíf með vinum þeirra á meðan aðrir horfðu á á þeim forsendum að um sómalíska menningarhefð væri að ræða. Það sama ætti við um það þegar karlar stunduðu kynlíf með kærustum vina sinna. Sumar stúlknanna fengu greitt fyrir kynlífið en aðrar voru ginntar með áfengi, eiturlyfjum eða gjöfum.

Frétt mbl.is: Óttaðist oft um líf sitt

Frétt mbl.is: Nauðgað vikulega í þrjú ár

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert