Fangar drukku blöndu af lyfjum og áfengi

Fjölskyldur fanganna bíða fyrir utan fangelsið en óttast er að …
Fjölskyldur fanganna bíða fyrir utan fangelsið en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. AFP

Þrettán fangar í Venesúela eru látnir eftir að hafa drukkið blöndu af lyfjum og áfengi. Mennirnir höfðu verið í hungurverkfalli þar sem þeir mótmæltu slæmum aðstæðum í fangelsinu.

145 fangar eru undir eftirliti þar sem þeir drukku einnig blönduna og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.

Samkvæmt upplýsingum frá fangelsinu höfðu mótmæli fanganna staðið yfir frá því á þriðjudag. Þeir sögðu aðstæðurnar í fangelsinu ómannúðlegar og að brotið væri á mannréttindum þeirra.

Fangarnir eru sagðir hafa brotist inn á sjúkradeild fangelsisins, stolið lyfjum og áfengi þaðan og blandað saman. Lyfin sem þeir notuðu eru meðal annars notuð við flogaveiki.

Á fyrri hluta þessa árs létu 150 fangar lífið í óeirðum í fangelsum í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert