Fimm létust í sjálfsvígsárás í Kabúl

Fimm létust í sjálfsvígsárás sem beindist gegn breska sendiráðinu í Kabúl í Afganistan í morgun. Vélhjóli, með manni hlöðnum sprengiefni, var ekið á bifreið breska sendiráðsins í dag. Allir þeir sem létust eru afganskir en 34 vegfarendur særðust í árásinni. Meðal annars starfsmenn sendiráðs Breta. 

Sprengingin heyrðist um alla Kabúl auk þess sem þykkan reyk lagði yfir borgina. Árásin var gerð á Jalabad veginum, helstu götu borgarinnar þar sem fjölmörg erlend fyrirtæki og stofnanir eru til húsa.

Fyrir þremur dögum létust tveir bandarískir hermenn í tilræði í Kabúl en talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á tilræðunum.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert