118 handteknir í alþjóðlegu fjársvikamáli

Lögregla hefur handtekið 118 manns í tengslum við alþjóðlegt fjársvikamál þar sem milljarðar Bandaríkjadala voru sviknir út í gegnum flugmiðakaup með kreditkortum.

Aðgerð lögreglunnar nefnist Operation Global Airport Action og tóku lögreglumenn í 45 löndum þátt í að handtaka liðsmenn glæpasamtakanna sem störfuðu á 80 flugvöllum. Europol hafði yfirumsjón með aðgerðunum í Haag ásamt Interpol í Singapúr og Ameripol í Bogota.

Aðgerðirnar hafa nú staðið yfir í tvo daga en fjársvikararnir keyptu flugmiða með stolnum eða fölsuðum kreditkortaupplýsingum. Í mörgum tilvikum kom í ljós að sterk tengsl voru milli þessara svika og eiturlyfjasmygls og mansals. 

Talið er að bankar, flugfélög og ferðaiðnaðurinn tapi milljörðum Bandaríkjadala á svikum sem þessum árlega.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert