17 ára stjórnaði vændishring

De Armas gaf stúlkunum 40% hagnaðarins en hélt rest fyrir …
De Armas gaf stúlkunum 40% hagnaðarins en hélt rest fyrir sig. Árni Torfason

Framhaldsskólanemi í Flórída í Bandaríkjunum hefur verið handtekin fyrir að stjórna meintum vændishring. Stúlkan, sem heitir Alexa Nicole De Armas og er 17 ára gömul, er talin hafa skipulagt og selt vændi í gegnum Facebook, í skiptum fyrir peninga og áfengi. 

Samkvæmt lögreglu var vændishringurinn rekinn í sumar, en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en í seinasta mánuði þegar fjögur ungmenni tjáðu stjórnendum skólans að þeim hefði verið boðin þátttaka í hinu ólöglega athæfi.

Samkvæmt New York Daily News, var De Armas handtekin ásamt hinum 21 árs gamla John Mosher eftir að lögregluþjónar komust að því að Mosher hafði gefið De Armas 40 dollara og áfengisflösku í skiptum fyrir kynlíf með 15 ára gömlum nemenda skólans.

„Svo lengi sem ég fæ borgað ætla ég að halda áfram

„Hvers vegna að selja gamlar hórur þegar ég á ferskar ungar hórur sem ég get selt fyrir peninga? Svo lengi sem ég fæ borgað ætla ég að halda áfram að selja þær,“ skrifaði De Armas í Facebook-skilaboðum til Mosher.

Mosher, sem er talinn vera heimilislaus, hitti 15 ára gömlu stúlkuna í skúr fyrir utan almenningssundlaug í ágúst, og neyddi hana til kynmaka þegar hún neitaði að sofa hjá honum. 

De Armas er sögð hafa rukkað 50-70 dollara eða á milli 7 og 9 þúsund króna fyrir munnmök, og 100 dollara eða um 12 þúsund krónur fyrir kynlíf með hreinni mey. Stúlkunum gaf hún 40% hagnaðarins en hélt rest fyrir sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert