Átök í verslunum á svörtum föstudegi

Lögregla þurfti meðal annars að skakka leikinn í sjö verslunum …
Lögregla þurfti meðal annars að skakka leikinn í sjö verslunum Tesco. AFP

Kalla þurfti til lögreglu vegna átaka í nokkrum verslunum í Bretlandi í nótt og í morgun. Í dag er hinn svokallaði svarti föstudagur og reyna margir að gera góð kaup.

Lögregla þurfti meðal annars að skakka leikinn í sjö verslunum Tesco. Þrír karlmenn voru handteknir og varð kona fyrir sjónvarpi sem féll á hana.

Í einu af tístum lögreglunnar í Manchester voru viðskiptavinir beðnir um að halda ró sinni. Í upplýsingum frá lögreglu kom meðal annars fram að 200 viðskiptavinir hefðu neitað að yfirgefa verslun í Middleton jafnvel þótt þeim hefði verið sagt að vörurnar voru allar búnar.

Þá brutust úr slagsmál meðal viðskiptavina í Stretford og hlaut kona minniháttar áverka þegar sjónvarp féll á hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert