Ebóla berst með sæði í 82 daga

Um 5700 manns hafa látið lífið vegna ebólu faraldurs í …
Um 5700 manns hafa látið lífið vegna ebólu faraldurs í vestur Afríku. AFP

Ebólu veiran getur borist með sæði í að minnsta kosti 82 daga að sögn  Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Stofnunin hvetur menn sem hafa smitast til að nota smokk við kynmök í að minnsta kosti þrjá mánuði eftir að þeir verða varir við einkenni ebólu.

Í yfirlýsingu frá stofnuninni eru menn hvattir til þess að gæta að hreinlæti eftir sjálfsfróun og helst ekki stunda kynlíf eða munnmök. Ef það er ekki hægt skal þá nota smokk. 

Í fjórum rannsóknum, þar sem 43 sjúklingar voru skoðaðir voru þrír menn, sem höfðu læknast af ebólu, enn með veiruna í sæði sínu 40, 61 og 82 dögum eftir að einkenni komu fyrst í ljós. 

Í yfirlýsingunni kom þó fram að ekki væri vitað um dæmi þar sem ebóla smitast með kynmökum og að ekki væri víst að sæðið sem veiran mældist í gæti smitað fólk af sjúkdómnum. 

Karlmenn sem hafa veikst af veirunni eiga að nota smokk …
Karlmenn sem hafa veikst af veirunni eiga að nota smokk við kynmök í þrjá mánuði eftir á. Morgunblaðið/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert