Fann sand af seðlum á Burger King

Burger King hamborgarastaður.
Burger King hamborgarastaður. Wikipedia.org/Ildar Sagdejev

Starfsmaður á Burger King í Kaliforníu fann bakpoka með um 100 þúsund dölum, rúmlega 12 milljónir króna, í reiðufé í bás á veitingastaðnum. Enn hefur enginn gert tilkall til peninganna.

Starfsmaðurinn, Sahista Bakawla, segir að hann hafi tekið eftir bláum bakpoka snemma á miðvikudag. Er bakpokinn var enn  þar nokkrum tímum síðar hafi rekstrarstjórinn verið kallaður til og sá opnaði pokann. Vonuðu starfsmennirnir að þeir gætu fundið skilríki eða annað sem myndi leiða þá að eiganda pokans. En engin skilríki voru í pokanum aðeins sandur af seðlum og smávegis af sælgæti. Um var að ræða eingöngu 100 dollara seðla. 

Lögreglan kom á staðinn og rannsakaði pokann. Hún fann einnig lítilræði af maríjúana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert