Rússnesk flotadeild á Ermarsundinu

Rússneskt herskip.
Rússneskt herskip. Wikipedia

Rússnesk flotadeild sigldi inn á Ermarsund í dag og gáfu stjórnvöld í Rússlandi þá skýringu á ferðum herskipanna að þau væri að undirbúa sig fyrir hefðbundnar flotaæfingar. 

Fram kemur í frétt AFP að um fjögur herskip sé að ræða sem útbúin eru meðal annars til kafbátaleitar. Þar á meðal tundurspillir og landgönguskip. Rússar segja að skipin hafi leitað vars tímabundið vegna slæms veðurs en myndi hefja fyrirhugaðar æfingar innan tíðar.

Haft er eftir bæði breskum og frönskum ráðamönnum að rússnesk herskip komi með reglulegu millibili inn á Ermarsundið en séu þar sjaldnast lengur en nokkra daga. Talsmaður NATO fullyrðir við fréttaveituna að rússnesku skipin séu ekki við æfingar. Upplýsingar bandalagsins hermi að skipin hafi einungis leitað vars á Ermarsundinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert