Segja Bandaríkin mannréttinda-freðmýri

AFP

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hingað til ekki hikað við að svara til baka allri gagnrýni sem þau verða fyrir og þegar Sameinuðu þjóðirnar sökuðu yfirvöld um að brjóta á mannréttinum fólks þá var svarið ekki lengi að berast. Í morgun líktu þau Bandaríkjunum við mannréttinda-freðmýri þar sem kynþáttamisrétti blómstri.

Talsmaður utanríkisráðuneytis N-Kóreu vísar til óeirðanna í Ferguson í Missouri þegar hann tjáði sig um mannréttindamál í Bandaríkjunum. 

Hann segir að þetta sýni og sanni að Bandaríkin er freðmýri mannréttinda þar sem öfgafull kynþáttabrot séu framin fyrir opnum tjöldum.

Fyrir nokkrum dögum sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér ályktun þar sem öryggisráðið var hvatt til þess að senda leiðtoga Norður-Kóreu fyrir alþjóðlega glæpadómstólinn vegna gruns um að hafa átt aðild að glæpum gegn mannkyninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert