Skotar njóta umhverfisvænnar orku

Vindorka er orðinn mikilvægur þáttur í orkubúskap Skota.
Vindorka er orðinn mikilvægur þáttur í orkubúskap Skota. AFP

Endurnýjanlegir orkugjafar eru nú stærsti einstaki framleiðandi raforku Skota. Vatnsafl, vindorka og aðrir hreinir orkugjafar tóku í fyrsta skipti fram úr kjarnorku á fyrri hluta þessa árs. Þeir framleiða nú þriðjungi meiri orku en kjarnorkan og umtalsvert meiri en kol og gas. 

Alls voru 10,4 teravattstundir framleiddar með endurnýjanlegum orkugjöfum á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt skýrslu Scottish Renewables. Hún byggist á opinberum tölum um framleiðslu ólíkra orkugjafa. Til samanburðar voru 7,8 teravattstundir framleiddar með kjarnorku á sama tíma, 5,6 með kolum og 1,4 með gasi.

Skoska heimstjórnin hefur sett sér það markmið að allt rafmagn verði framleitt með endurnýjanlegum hætti fyrir árið 2020. Vindmyllur utan af strönd Skotlands og vatnsaflsvirkanir eru helsta uppspretta endurnýjanlegrar orku í landinu.

„Þessi tilkynning sýnir að fjárfestingar í þessum geira hjálpa til við að skila meiri orku en nokkru sinni áður til heimila og fyrirtækja. Þessi mikilvægi áfangi er góðar fréttir fyrir hvern þann sem lætur sig efnahag Skotlands, orkuöryggi okkar og tilraunir okkar til að taka á loftslagsbreytingum varða,“ segir Niall Stuart, framkvæmdastjóri Scottish Renewables.

Frétt The Guardian af orkumálum Skota

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert