„Þeir sögðu að þeir myndu drepa okkur“

Nígerískar stúlkur sem ganga í skóla í flóttamannabúðum Unicef.
Nígerískar stúlkur sem ganga í skóla í flóttamannabúðum Unicef. AFP

Mercy Paul er átján ára gömul nígerísk stúlka sem hóf nýlega nám við heimavistarskóla í Canyonville í Oregon ríki í Bandaríkjunum. Fyrir aðeins sjö mánuðum síðan var henni, ásamt 275 öðrum stúlkum, rænt af meðlimum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.

„Það var engin leið fyrir okkur að komast í burtu,“ segir Mercy í sjónvarpsviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. „Þeir sögðu að þeir myndu drepa okkur.“

Ásamt túlki og ráðgjafa segir Mercy frá því hvernig hryðjuverkamennirnir kveiktu í skóla stúlknanna og neyddu þær í bíla. Keyrðu þeir með þær djúpt inn í skóginn. Mercy stökk úr bílnum og slapp.
„Ég stökk og vissi ekki hvort ég gæti gengið eða hvort ég myndi deyja,“ segir hún.
Tugir stúlkna sluppu frá hryðjuverkamönnunum en rúmlega 200 urðu eftir. Skæruliðarnir hafa haldið því fram í myndskeiðum að stúlkurnar, sem eru kristnar, hafi nú snúið sér til íslam og verði seldar. 

Draumur Mercy er að verða læknir. Nú er hún þó á fullu að læra nýtt tungumál, ensku og inn á nýja menningu sem inniheldur körfubolta, þythokkí og tölvuleiki. 

Kristin góðgerðarsamtök, The Jubilee Campaign, vinna nú að því að safna fjármagni til þess að fá 57 stúlkur frá Nígeríu, sem sluppu frá Boko Haram til þess að koma til Bandaríkjanna til þess að klára menntaskola. 

Mercy segir að hún elski og sakni vina sinna og systra. en þær eru enn í haldi. Hún biður þó um miskunn yfir þeim sem halda þeim.

„Í biblíunni segir Guð að hann geti talað við fólk, jafnvel í draumum þeirra,“ segir hún. „Ég bið þess að þeir finni að Guð fyrirgefi og sýnir miskunn og þeir geti hætt að gera það sem þeir gera.“

Frétt NBC má sjá hér.

Abubakar Shekau leiðtogi Boko Haram.
Abubakar Shekau leiðtogi Boko Haram. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert