Vændiskonur stefna suður-kóreska ríkinu

Konurnar segja að yfirvöld í landinu hafi greitt fyrir störfum …
Konurnar segja að yfirvöld í landinu hafi greitt fyrir störfum þeirra en nú þegar aldurinn færist yfir þær hafi kerfið skilið þær eftir í fátækt. AFP

Fleiri en 120 fyrrverandi vændiskonur sem unnu í nágranni við herstöð bandaríska hersins í Suður-Kóreu ætla að stefna suður-kóreska ríkinu og fara fram á skaðabætur.  Þær segja að yfirvöld í landinu hafi greitt fyrir störfum þeirra en nú þegar aldurinn færist yfir þær hafi kerfið skilið þær eftir í fátækt.

Konurnar krefjast 10 þúsund dollara, eða rúmlega 1,2 milljóna króna. Þær segja að ríkið hafi greitt fyrir störfum þeirra til að halda bandaríska hernum ánægðum.

Konurnar halda ekki fram að yfirvöld í Suður-Kóreu hafi þvingað þær til að vinna sem vændiskonur, heldur hafi þeim til dæmis staðið til boða regluleg læknisskoðun og kennsla í ensku og vestrænum mannasiðum. Þær segja að þær hafi verið knúnar til þess að gerast vændiskonur vegna fátæktar í landinu.

Talið er að lögmenn ríkisins muni halda því fram að aðeins hafi verið reynt að vernda konurnar sem stunduðu vændi, ekki greiða fyrir starfi þeirra. Nánar er fjallað um efnið í fréttaskýringu Breska ríkisútvarpinu, BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert