Fyrr munu svín fljúga

Svínið var hrakið úr flugvélinni eftir að því tókst ekki …
Svínið var hrakið úr flugvélinni eftir að því tókst ekki að hafa stjórn á eigin hægðum og hljóp fram og til baka í vélinni. Reuters

Það er greinilega ekkert grín að vera svín. Svíni farþega flugfélagins US Airways var sparkað frá borði skömmu fyrir flugtak. Sjónarvottur segir að svínið hafi ekki haft stjórn á eigin úrgangi og hafi svo hlaupið um vélina þvera og endilanga. 

Kona ein hafði tekið svínið með sér um borð í vélina fyrir tilfinningalegan stuðning á Bradley-alþjóðaflugvellinum í Connecticut á miðvikudag. Jonathan Skolnik, prófessor við Massachusetts-háskóla, sem var um borð í vélinni segir að í fyrstu hafi hann talið að konan væri með einhvers konar sjópoka. Svo gaus upp mikill óþefur.

„Þetta var enginn sjópoki heldur frekar holdugt SVÍN...í taumi. Er mig að dreyma þetta?“ skrifaði prófessorinn í tölvupósti til AP-fréttaveitunnar.

Konan sat við hliðina á honum og hafði bundið svínið við sætisarminn hjá sér.

„Ónei, þetta versnaði enn: svínið hefur ekki stjórn á hægðum sínum,“ skrifaði Skolnik ennfremur og var ekki skemmt.

Svínseigandinn gerði sitt besta til að hafa hemil á skepnunni á meðan hann reyndi að þrífa upp sóðaskapinn. Síðan byrjaði svínið að hlaupa fram og til baka í vélinni.

Talsmaður American Airlines, móðurfélags US Airways, staðfestir að konunni og svíninu hafi verið vísað úr vélinni. Dýr til tilfinningalegs stuðnings séu leyfð um borð í flugvélum samkvæmt reglum bandaríska samgönguráðuneytisins svo lengi sem þau raski ekki ró farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert