Siumut hélt velli á Grænlandi

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. mbl.is/Ómar

Siumut-flokkurinn vann nauman sigur í þingkosningunum á Grænlandi sem fram fóru í gær. Flokkurinn hlaut 34,3% atkvæða en stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit fékk 33,2%.

Báðir flokkarnir fengu hins vegar jafnmörg þingsæti eða 11. Samtals eru 31 sæti á grænlenska þinginu.

Það kemur væntanlega í hlut Kim Kielsen, leiðtoga Siumut, að mynda nýja ríkisstjórn en flokkurinn hefur átt aðild að öllum ríkisstjórnum landsins síðan 1979.

Boðað var til kosninganna í kjölfar hneykslismáls sem skók fyrri stjórn. Reuters greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert