Þurfa ekki að sanna samkynhneigðina

AFP

Þeir sem sækja um hæli í löndum Evrópusambandsins á grundvelli samkynhneigðar eiga ekki að þurfa að gangast undir rannsóknir til að færa sönnur á kynhneigð sína. Þetta kemur fram í nýjum dómi Evrópudómstólsins. 

Þrír menn, þar á meðal einn frá Úganda, fengu ekki hæli eftir að dómstóll í Hollandi sagði þá ekki hafa sannað kynhneigð sína. Evrópudómstólinn segir að virða þurfi mannlega reisn.

Fjöldi Afríkubúa hefur leitað hælis í löndum Evrópusambandsins á þessu ári. Í löndum Afríku er samkynhneigð oft talin refsiverð.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert