Yfir 200 þúsund látnir í Sýrlandi

Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur kostað yfir tvö hundruð þúsund manns lífið frá því hún braust út fyrir tæpum fjórum árum. Flestir þeirra sem hafa látist hafa tekið beinan þátt í bardögum á milli stríðandi fylkinga frá því stríðið hófst í mars 2011.

Samkvæmt tölum frá Syrian Observatory for Human Rights eru 202.354 látnir. Yfir 130 þúsund þeirra eru hermenn eða skæruliðar.

Alls hafa 63.074 almennir borgarar látist, þar af 10.377 börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert