Beittu almenning blekkingum

Aðeins hluti skýrslunnar verður birtur.
Aðeins hluti skýrslunnar verður birtur. AFP

Bandaríska leyniþjónustan CIA framkvæmdi hrottafengnar yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum á árunum eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York í september 2001. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar öldungadeildar bandaríska þingsins.

Í samantekt skýrslunnar kemur fram að leyniþjónustan hefði blekkt almenning hvað varðaði áhrifamátt „efldra yfirheyrslna“. Þær hafi verið óáreiðanlegar og illa verið á þeim haldið.

Öryggi hefur verið aukið við ýmsar bandarískar útstöðvar víða um heim vegna útgáfu skýrslunnar.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hans mat, að þær aðferðir sem beitt var, hafi jafnast á við pyntingar.

Skýrsla leyniþjónustunefndarinnar er rúmar 6.000 síður og byggir á miklu magni gagna. Hún hefur hins vegar verið flokkuð sem leyniskjal og áðurnefnd samantekt, um 480 blaðsíður, er eini hluti hennar sem verður birtur.

Birtingunni hafði verið frestað þar sem menn gátu ekki komið sér saman um hvað skyldi birt og hvað ekki.

Obama lagði niður yfirheyrsluáætlun CIA þegar hann tók embætti í byrjun árs 2009. Í embættistíð George W. Bush var allt að 100 grunuðum hryðjuverkamönnum haldið á svokölluðum „svörtum svæðum“. Var það þáttur í aðgerðum leyniþjónustunnar gegn CIA, sem fóru fram undir heitinu Rendition, Detention and Interrogation.

BBC sagði frá

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert