Beita Rússa frekari refsiaðgerðum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sést hér ásamt Vladimír Pútín Rússlandsforseta …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sést hér ásamt Vladimír Pútín Rússlandsforseta á APEC-ráðstefnunni í Kína í nóvember sl. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst undirrita lagafrumvarp þar sem kveðið er á um frekari refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Þetta segir talsmaður Hvíta hússins í Washington, en bætir við að forsetinn hafi ákveðinn fyrirvara á málinu.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi greitt atkvæði með frumvarpinu. Það beinist aðallega gegn rússneskum fyrirtækjum sem framleiða vopnabúnað. 

Josh Earnes, talsmaður Hvíta hússins, segir að frumvarpið sendi „ruglingsleg skilaboð til bandamanna okkar“ en að Obama muni undirrita það því frumvarpið „viðhaldi sveigjanleika“.

Rússneska rúblan hefur lækkað um 50% í virði á þessu ári, en það má m.a. rekja til lækkandi olíuverðs og til refsiaðgerða Vesturveldanna. Í viðskiptum dagsins var rúblan í frjálsu falli. 

Fram kemur á vef BBC, að frumvarpið muni einnig gera Obama kleift að útvega stjórnvöldum í Úkraínu hernaðaraðstoð, kjósi hann svo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert