Fundu 230 lík í fjöldagröf

Sýrlenskur maður sem berst fyrir ríkisherinn í Deir Ezzo í …
Sýrlenskur maður sem berst fyrir ríkisherinn í Deir Ezzo í síðustu viku. Í héraðinu fannst fjöldagröf með 230 líkum. AFP

Lík 230 einstaklinga fundust í fjöldagröf í Sýrlandi á dögunum. Fólkið hafði verið myrt af skæruliðum Ríkis íslams. Ættingjar fólksins fundu gröfina en þau eru úr Shaitat ættbálknum. Talið er að fólki hafi verið myrt í sumar þegar að Ríki íslams réðst á héraðið Deir Ezzor. Samkvæmt mannréttindasamtökunum The Syrian Observatory for Human Rights hafa um 900 manns úr þeim ættbálki látist síðan í sumar. 

„The Syrian Observatory for Human Rights hefur nú fengið það staðfest frá öruggum heimildarmönnum að minnsta kosti 230 lík hafa fundist í fjöldagröf í eyðimörkinni austan við Deir Ezzor,“ kom fram í yfirlýsingu mannréttindasamtakanna í dag.  Er því jafnframt haldið fram að flestir hinna látnu hafi verið almennir borgarar sem voru teknir af lífi eftir að ættbálkurinn reyndi að berjast gegn skæruliðunum. 

Ríki íslams ráða nú yfir stórum svæðum í norður og austur Sýrlandi, sem og í nágrannaríkinu Írak. 

Hundruðir meðlima ættbálksins eru ófundnir eftir átökin. Fjöldagröfin fannst eftir að þorpsbúar sneru aftur til síns heima eftir marga mánuði á flótta frá samtökunum. Þeim hefur verið leyft að koma aftur heim en þurfa þá að virða útivistarbann og bann gegn samkomum og vopnaeign. 

Allir þeir sem berjast gegn Ríki íslams og reglum þeirra verða teknir af lífi. 

Abu Bakr al-Baghdadi leiðtogi Ríkis íslams.
Abu Bakr al-Baghdadi leiðtogi Ríkis íslams. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert