Þíða í samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að nýr kafli hafi verið …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að nýr kafli hafi verið opnaður. AFP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum og á Kúbu hafa hafið viðræður um að efla bæta tengsl þjóðanna, en þetta markar mikil tímamót í samskiptum ríkjana. Bandaríkin hyggjast opna sendiráð í höfuðborginni Havana á næsta ári.

Stjórnvöld á Kúbu hafa sleppt Bandaríkjamanninum Alan Gross sem hefur setið í fangelsi í Kúbú í fimm ár. Bandaríkin hafa á móti slept þremur Kúbumönnum sem voru fangelsaðir á Flórída fyrir njósnir. 

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, flytur nú ávarp þar sem hann segir að þetta sé mikilvægasta breyting á samskiptum Bandaríkjanna við Kúbu í hálfa öld, en það hefur andað köldu milli ríkjanna frá því Fidel Castro komst til valda í kúbönsku byltingunni.

Raúl Castro, forseti Kúbu, flytur einnig ávarp af þessu tilefni. 

Obama sagði að búið væri að opna nýjan kafla í samskiptum ríkjanna og að úreldar aðferðir til að bæta samskiptin væru nú komnar á endastöð. 

Gross kom til Bandaríkjanna frá Kúbu í dag, en hann lenti á Andrews herstöðinni skammt frá Washington.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert