Kúba frelsar bandarískan fanga

Barist fyrir frelsun Alans Gross. Hann hefur nú fengið frelsið.
Barist fyrir frelsun Alans Gross. Hann hefur nú fengið frelsið. AFP

Kúba hefur sleppt Bandaríkjamanninum Alan Gross úr haldi. Gross er verktaki og hefur verið í fangelsi á Kúbu frá árinu 2009. Er honum sleppt vegna mannúðarsjónarmiða að beiðni bandarískra stjórnvalda. Hann var handtekinn fyrir að dreifa fjarskiptabúnaði meðal gyðinga á eyjunni er hann vann þar sem verktaki. Hann var dæmdur í 15 ára fangelsi árið 2011.

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC greindi fyrst frá málinu og kemur fram í frétt hennar að Gross, sem er 65 ára gamall, sé þegar á heimleið.

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro forseti Kúbu munu báðir flytja ávörp kl. 17 að íslenskum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert