Norðmenn lögleiða hnefaleika

Hin norska Cecilia Brækhus er heimsmeistari í hnefaleikum í veltivigt.
Hin norska Cecilia Brækhus er heimsmeistari í hnefaleikum í veltivigt. Mynd/Wikipedia

Norska Stórþingið samþykkti í gær að lögleiða hnefaleika í atvinnuskyni, en bann hafði verið í gildi frá árinu 1982. Ein kona fagnaði breytingunni af meiri innlifun en flestir aðrir, nefnilega Cecilia Brækhus, hinn norski heimsmeistari í hnefaleikum í veltivigt. 

„Nú er ég ekki lengur glæpamaður. Það hefur verið erfitt að lifa við það geta þurft að fara í fangelsi og verið umtöluð sem glæpamaður. Við höfum hins vegar alltaf staðið bein í baki og þetta er mikill sigur fyrir okkur,“ segir Brækhus í samtali við Aftenbladet en hún var viðstödd atkvæðagreiðsluna á þinginu, sem fór 54-48. Hægriflokkurinn (Höyre), með stuðningi Framfaraflokksins (FrP) og Vinstri (Venstre) stóðu að lagabreytingunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert