Misstu maka sína og ákváðu að giftast

AFP

Rusli Abdul Rahman og Fardhiah höfðu verið nágrannar í mörg ár þegar flóðbylgja eyðilagði litla samfélagið sem þau bjuggu í í Aceh í Indónesíu fyrir tíu árum. Makar þeirra létu lífið og átta börn þeirra. Þau lögðu þó ekki árar í bát heldur ákváðu þau að ganga í hjónaband og hafa þau nú eignast son saman.

Fardhiah, ein þeirra mörgu sem aðeins ber eitt nafn, segist hafa syrgt í marga mánuði eftir flóðbylgjuna. Loks áttaði hún sig á því að hún yrði að hefja nýtt líf.

Muhammad Zubedy Koteng, sjálfboðaliði UNICEF, segir að sögu Rahman og Fardhiah ekki einsdæmi. Myndun nýrra fjölskyldna eftir harmleikinn hafi verið áhrifarík leið til að lækna sálrænt áfall þeirra og hjálpa þeim að takast á við einmanaleika og komast yfir sorg vegna missis ástvina.

Fann yfirgefið smábarn og tók það að sér

Syukri hefur aðstoðað börn sem misstu foreldra sína. Hann leitaði einnig að yngri bróður sínum sem hvarf þegar flóðbylgjan reið yfir en fann hann ekki. Aftur á móti fann hann yfirgefið smábarn sem lá á jörðinni.

„Ég fann hann í runnum, með bólginn maga og hrúður,“ segir Syukri. Hann tók drenginn að sér og er hann nú hluti af fjölskyldunni.

Raudhatul Jannah var aðeins fjögurra ára þegar flóðbylgjan hreif hana með sér. Fjölskylda hennar taldi að hún væri látna en frændi hennar kom auga á hana í ágúst á þessu ári.

Foreldrar hennar voru himinlifandi en þegar hún fór aftur til þeirra varð eldri kona sem tók hana að sér miður sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert