Pútín kokhraustur

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í dag að Rússland myndi brátt ná að jafna sig í kjölfar verstu efnahagskrísu sem hefur riðið yfir landið undir hans stjórn. Pútín segir að hann örugglega um stjórnartaumana, þrátt fyrir refsiaðgerðir Vesturveldanna og hrun rúblunnar.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Pútín heldur árlega í lok hvers árs. Þar kom ennfremur fram, að stefna Pútín í málefnum Úkraínu sé óbreytt þrátt fyrir refsiaðgerðirnar. Hann vísaði því alfarið á bug að rússneska elítan mundi snúast gegn honum. 

Fréttaskýrendur segja að hrun rúblunnar sé ein stærsta prófsteinn á leiðtogahæfileika Pútíns. Kjósendur hafa sýnt honum hollustu í gegnum árin vegna þeirrar hagsældar sem hefur ríkt í ljósi hás olíuverðs.

Hann viðurkenndi að þetta væru erfiðir tímar og að verð á olíu gæti haldið áfram að lækka. Hann hélt því fram að rússneskt efnahagslíf muni ná sér aftur á strik innan tveggja ára. 

Miklar sveiflur hafa verið á gengi rúblunnar í þessari viku. Rússneski seðlabankinn hækkaði stýrivextina í 17% og þá hefur kaupæði runnið á rússneska neytendur sem hafa keypt innfluttar vörur áður en þær hækka í verði. 

Pútín segir að Rússland muni aðlaga sig breyttum aðstæðum, þ.e. lágu olíuverði. Hann hann útskýrði ekki með hvaða hætti hann ætli sér að takast á við vandann. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert