Aftökur í Pakistan

Margir hafa minnst þeirra sem létust í árás talibana á …
Margir hafa minnst þeirra sem létust í árás talibana á skóla í borginni Peshawar. Þar lést 141 - meirihlutinn börn. AFP

Stjórnvöld í Pakistana hafa tekið tvo menn af lífi, en þetta er í fyrsta aftökurnar í landinu frá því banni við þeim af afllétt í kjölfar mannskæðrar árásar sem var gerð á skóla í Peshawar.

Annar mannanna sem var tekinn af lífi var sakfelldur fyrir árás sem var gerð á höfuðstöðvar pakistanska hersins árið 2009. Hinn var sakfelldur fyrir tilraun til að ráða Pervez Musharraf, fyrrverandi forseta landsins, af dögum. Þetta kemur fram á vef BBC.

Sameinuðu þjóðirnar höfðu hvatt pakistönsk stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína. 

Aftökurnar fóru fram í borginni Faisalabad síðdegis í dag. Fjölmiðlar í Pakistan segja að mennirnir hafi heitið Aqeel, sem notaði dulnefnið dr. Usman, og Arshad Mehmood.

Alls lést 141 í árásinni sem talibana stóðu á bak við. Meirihluti hinna látnu voru börn. Pakistanski herinn brást við með því að gera árásir á liðsmenn talibana í dag á svæðum sem liggja nálægt landamærunum við Afganistan, en herinn segist hafa náð að fella 59 talibana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert