Aukin pressa fyrir friðarviðræður

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fylgt í kjölfar ákvarðanna Evrópusambandsins …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fylgt í kjölfar ákvarðanna Evrópusambandsins og Kanada um að herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. AFP

Bandaríkin fylgdu í kjölfar Evrópusambandsins og Kanada og hertu refsiaðgerðir sínar gagnvart Rússlandi í dag. Með ákvörðuninni í dag verður bandarískum fyrirtækjum bannað að flytja út vörur eða þjónustu til fyrirtækja með starfsemi á Krímskaga. Þá er allur innflutningur frá svæðinu einnig bannaður.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu í dag að aðgerðirnar væru til þess skýra enn frekar ramma refsiaðgerðanna fyrir bandarískum fyrirtækjum sem eiga í viðskiptum á svæðinu. Þá væri þetta ítrekun á afstöðu Bandaríkjanna um að hernám Krímskagans væri ekki liðið.

Bannið kemur í veg fyrir fjárfestingar Bandarískra fyrirtækja á Krímskaganum og heimilar ríkinu að nota refsiaðgerðir gangvart þeim sem brjóta gegn ákvörðuninni.

Í gær skrifaði Obama undir lög sem leyfðu honum að auka þvinganir gagnvart Rússlandi vegna stuðnings við uppreisnarhópa í austurhluta Úkraínu. Þá heimila lögin að send verði vopn til Úkraínska hersins.

Aðgerðir vesturlandanna koma rétt áður en viðræður milli uppreisnahópa og stjórnvalda í Úkraínu áttu að hefjast, en vonast var til þess að viðræðurnar gætu ýtt undir frekara friðarferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert