Dæmdur í fangelsi vegna flugslyss

AFP

Kínverskur flugstjóri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna flugsslyss í Heilongjiang héraði árið 2010. 44 létust í slysinu.

Alls voru 96 um borð í flugvél Henan Airlines en það kviknaði í flugvélinni þegar hún fór út af flugbrautinni við lendingu.

Í fjölmiðlum er greint frá því að flugstjórinn, lQi Quanjun, hafi brotið lög þegar hann reyndi að lenda á flugvellinum þrátt fyrir skyggni væri mjög slæmt og ekki þótti öruggt að lenda þar.

Eins veitti hann ekki farþegum aðstoð við að komast frá borði né heldur þeim sem slösuðust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert