Fleiri Bretar vilja úr ESB

mbl.is

Einn af hverjum fimm Bretum vill segja skilið við Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í vikunni. Ef þjóðaratkvæði væri fram í dag um veru Bretlands í sambandinu myndu 42% kjósa með því að yfirgefa það en 31% gegn því.

Rifjað er upp í frétt AFP að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hafi heitið því að halda þjóðaratkvæði um veru Breta í Evrópusambandinu árið 2017 sigri hann þingkosningarnar í landinu á næsta ári. Áður en til slíkrar atkvæðagreiðslu kemur hyggst hann nota tímann til þess að semja að nýju um tengsl Bretlands og sambandsins. Cameron er hlynntur áframhaldandi veru í sambandinu en hann hefur hins vegar lýst því yfir að takist ekki að endursemja um veru Breta í Evrópusambandinu sé hann reiðubúinn að berjast fyrir úrsögn úr sambandinu.

Skoðanakönnunin sýnir ennfremur 60% stuðning á meðal Breta við það að takmarkanir verði settar á þann fjölda íbúa annarra ríkja Evrópusambandsins sem er heimilt að flytjast búferlum til Bretlands. Þá vill fjórðungur að íbúum annarra ríkja sambandsins verði beinlínis bannað að setjast að í Bretlandi. Hins vegar sögðust 61% telja að breskum verkamönnum ætti að vera frjálst að setjast að í öðrum ríkjum Evrópusambandsins og starfa þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert