Nýir hlífðargallar vegna ebólu

Hér má sjá nýju útgáfuna.
Hér má sjá nýju útgáfuna. AFP

Vísindamenn við Johns Hopkins háskólann hafa nú þróað nýja útgáfu af hlífðargöllum fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem hlúir að sjúklingum smituðum af ebólu.

Hingað til hefur starfsfólkið aðeins getað verið göllunum í stuttu stund þar sem því verður afar heitt og það svitnar mikið í þeim.

Þá er einnig ekki jafn líklegt að starfsfólkið smitist í nýju göllunum. Tæplega 7 þúsund manns hafa látið lífið af völdum ebólu, þar af að minnsta kosti 365 heilbrigðisstarfsmenn.

Hér má sjá eldri gerð af göllunum.
Hér má sjá eldri gerð af göllunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert