Skipulagði sýruárás á tvítuga kærustu

Skipulögð mótmæli gegn sýruárásum. Mynd úr safni.
Skipulögð mótmæli gegn sýruárásum. Mynd úr safni. AFP

Áttræður maður hefur verið dæmdur í átján ára fangelsi fyrir að skipuleggja sýruárás á tvítuga fyrrverandi kærustu sína í bænum Tividale í Bretlandi. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mohammed Rafiq kynntist Vikki Horsman þegar hún var átján ára gömul og felldu þau hugi saman. Rafiq varð hins vegar gríðarlega reiður þegar Horsman sleit sambandinu síðasta haust og greiddi tveimur mönnum á þrítugsaldri 50 pund (um tíu þúsund krónur) fyrir að ráðast á hana.

Steven Holmes, sá sem skvetti sýrunni, fékk átján ára fangelsisdóm en samverkamaður hans, Shannon Heaps, var dæmdur í tólf ára fangelsi. Þeir hlógu báðir þegar dómurinn var kveðinn upp og Heaps steytti hnefa í loftið.

Horsman hlaut alvarleg brunasár við árásina og þurfti að gangast undir aðgerðir á andliti, hálsi og fótlegg að sögn lögreglu. Dómarinn í málinu sagði árásina hafa verið illyrmislega og þaulskipulagða og til þess fallna að niðurlægja Horsman, en hún sagði fyrir rétti að áverkarnir hefðu breytt lífi sínu til frambúðar.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert